Fréttir

Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur 10.október

By október 10, 2018 No Comments

Hugarafl flytur starfsemi sína út í umhverfið!!!

Í tilefni af Alþjóðlegum geðheilbrigðisdegi 10.október býður Hugarafl
ráðuneytunum og Velferðarsviði Reykjavíkurborgar m.a. uppá fræðslufyrirlestur og
vinnusmiðjur um Valdeflingu, Sjálfsstyrkingu og Geðfræðslu. Afar vel hefur verið
tekið í framtakið og hefur það þótt hið besta mál að fá viðburði á staðinn fyrir
starfsfólk. Dómsmála- og Samgöngurráðuneytið ásamt Velferðarsviði
Reykjavíkurborgar þiggja heimsókn frá Hugarafli í dag 10.október, önnur ráðuneyti
hafa þegið boð um heimsókn á næstu vikum og munu með taka á móti
Hugaraflsmönnum og fræðast um samtökin og hugmyndafræðina sem samtökin
hafa rutt braut fyrir undanfarin 15 ár. 

Seinnipartinn í dag, 10.október kl. 16:00-18:00, mun Hugarafl bjóða uppá „Opið
hús“ í Borgartúni 22, 2.hæð. Tekið verður á móti gestum með ljúfum tónum,
samveru og vöfflukaffi og allir velkomnir til að fræðast um núverandi stöðu
Hugarafls og innra starf á haustdögum.

Kærar kveðjur;

Málfríður formaður gsm. 8971653
Auður gsm. 6637750

Hugarafl
Borgartúni 22
105 Reykjavík
www.hugarafl.is

hugarafl@hugarafl.is