Skip to main content
FréttirGeðheilbrigðismál

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn

By október 7, 2015No Comments
virðing í verki

Ný heimasíða fyrir daginn er á www.10okt.com

Laugardaginn 10. október verður haldið upp á alþjóðlega geðheilbrigðisdaginn í 20 sinn hér á Íslandi.  Dagskrá byrjar við útvarpshúsið, Efstaleiti 1 kl. 12:15 þar sem forseti Íslands mun meðal annars flytja ávarp. Síðan verður gengið niður í Kringlu þar sem hátíðardagskrá dagsins fer fram milli klukkan 13:00 – 14:00. Við hvetjum alla til að koma og taka þátt í deginum og fjölmenna í gönguna.

Hugaraflsfólk hefur á undanförnum vikum unnið að því að uppfæra heimasíðu 10okt.com.  Verkið er unnið í sjálfboðaliðavinnu og hafa Kristinn Heiðar Fjölnisson og Óskar Ögri Birgisson haft veg og vanda af uppfærslunni.  Nýja útlitið er símavænna en það sem áður var notað og jafnframt er bætt við ýmsum nýjungum sem ekki voru áður til staðar.  Það tekur alltaf nokkurn tíma að venjast nýju útliti en við vonum að allir eigi eftir að verða sáttir þegar fram líða stundir.

Hægt er að kynna sér dagskránna og um leið skoða nýja heimsasíðu dagsins á www.10okt.com