Skip to main content
Fréttir

Aðstandendur sóttu námskeið í Markþjálfun

By september 13, 2016No Comments

Markþjálfun myndVelheppnað námskeið fór fram um helgina hjá Hugarafli, nánar tiltekið 10.september kl.10:00-13:00. Þátttaka aðstandenda var frábær og virkni þátttakenda sömuleiðis!
Elín Elísabet markþjálfi kom til okkar og hélt frábært námskeið fyrir aðstandendur með áherslum markþjálfunar. Farið var yfir hvernig hægt sé að setja mörk og kynntar æfingar, hvernig huga þurfi að sjálfsumhyggju, andlegri uppbyggingu og hvernig megi stuðla að sem bestum tengslum við sinn nánasta aðstandanda. Svo fátt eitt sé nefnt. Námskeiðið var í alla staði frábært og Elín Elísabet fer þannig yfir efnið að það er létt og skemmtilegt með alvarlegu ívafi. Þátttakendur fór heim með fleiri verkfæri í kistunni sinni og glaðir með öll þau góðu ráð sem voru gefin. Á eftir var boðið uppá hádegismat, sterkt „Chili con carne“ að hætti hússins og áttum við góða stund. Allir fóru hressir og glaðir út í fallegan laugardag eftir að andandum hafði verið lyft upp með góðri næringu fyrir sál og líkama.
Við þökkum Elínu Elísabet kærlega fyrir og við munum klárlega kalla hana til okkar aftur.
Kær kveðja.
Nefndin