Fréttir

Aðstandendafundur LIFA og Hugarafls 7.júní kl.20:00

By júní 6, 2016 No Comments

Við viljum vekja athygli á því að annað kvöld kl. 20 (þriðjudag 7.6.) verður haldinn fundur í Borgartúni 22, á vegum samtakanna Lifa og Hugarafls með syrgjendum sem misst hafa ástvini í sjálfsvígi. Þetta verður síðasti fundur fyrir sumarleyfi. sr.Bjarni Karlsson mun leiða umræður ásamt Auði Axelsdóttur Hugaraflskonu. Þetta eru svona fundir þar sem maður kveður heldur skárri en maður kom. Hvetjum fólk sem þekkir aðstæður til að ýta hvert við öðru og láta sjá sig.
Bjarni og Auður