Skip to main content
Fréttir

Aðalfundur Hugarafls

By mars 31, 2016No Comments

Aðalfundur Hugarafls var haldinn 31. mars frá 10:00 – 12:00. Rúmlega 30 félagar sátu fundinn og var fundarsalurinn þétt setinn. Farið var yfir árskýrslu félagsins fyrir árið 2015 og eftirtektarvert var hve mikil gróska hefur verið í starfi félagsins á árinu. Ársreikningar Hugarafls fyrir 2015 voru lagðir fram og samþykktir. Vel er farið með þá fjármuni sem félagið fær úthlutað og var gjaldkera þakkað sérstaklega fyrir vel unnin störf.

Á fundinum voru samþykktar nokkrar tilllögur um breytingar á lögum félagsins. Meðal annars var samþykkt að fjölga stórnarmönnum úr fimm í sjö. Bætt var við grein um að þeir sem sækjast eftir að sitja í stjórn þurfi að hafa verið virkir í starfi innan Hugarafls í að minnsta kosti eitt ár og þekkja starfið, innviði félagsins og allar reglur.   Jafnframt var bætt við ákvæði um að ávalt skuli vera unghugi í stjórn Hugarafls. Samþykkt var að félagsmenn sem koma aftur eftir langa fjarveru fari í viðtöl hjá starfsfólki eða stjórn í að minnsta lagi 3 skipti og fái þannig tækifæri til að kynna sér þær breytingar sem orðið hafa á starfinu meðan á fjarveru stóð. Lög félagsins með breytingum verða birt á heimasíðu Hugarafls á næstu vikum.

Kosið var í stjórn Hugarafls. Frambjóðendur gerðu stutta grein fyrir sér og sínum áhersluatriðum áður en gengið var til kosninga.

Í stjórn Hugarafls voru kjörin:

1-IMG_4624

Stjórn Hugarafls og varamenn sem kjörnir voru á aðalfundi 2016. Á myndina vantar Þóru Kristínu Stefánsdóttur.

Auður Axelsdóttir
Eysteinn Sölvi Guðmundsson
Guðfinna Kristjánsdóttir
Málfríður H. Einarsdóttir
Nanna Þórisdóttir
Sigurborg Sveinsdóttir
Þóra Kristín Stefánsdóttir

Varamenn:
Fjóla Ólafardóttir
Hanna Íris Guðmundsdóttir
Magnea Reynaldsdóttir

Ný stjórn mun kjósa formann, gjaldkera og ritara á næsta stjórnarfundi og verður það tilkynnt hér inn á heimasíðu Hugarafls.