Skip to main content
FréttirMyndbönd

Viðtal í Milli himins og jarðar

By október 12, 2017mars 8th, 2018No Comments

Auður Axelsdóttir iðjuþjálfi og Hugaraflskona var viðmælandi hjá Hildi Eir í þættinum Milli himins og jarðar í vikunni. Valdefling og fjölbreytni í geðheilbrigðisþjónustu voru meðal annars til umræðu. Einnig var rætt um þá grátlegu stöðu sem upp er komin varðandi geðteymi heilsugæslunnar sem unnið hefur þrekvirki í að auka aðgengi að fagfólki og samvinnu við notendur. Þetta er góður þáttur fyrir alla frambjóðendur til alþingiskosninga.