Skip to main content
FréttirGreinar

50% öryrkja hvorki í vinnu né námi

By febrúar 7, 2014No Comments

Innlent | mbl | 7.2.2014 | 14:25 | Uppfært 14:55

50% öryrkja hvorki í vinnu né námi

Ríflega helmingur öryrkja og fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman og einungis 17% þeirra telja sig komast vel af.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
mbl.is
Anna Lilja Þórisdóttir

Ríflega helmingur öryrkja og fatlaðs fólks á erfitt með að ná endum saman og einungis 17% þeirra telja sig komast vel af. Um helmingur fatlaðra ræður því hvenær og hvernig sú þjónusta sem þeir njóta á vegum sveitarfélaganna er veitt og um 20% þeirra hefur valið sér búsetu vegna þeirrar þjónustu sem er veitt í sveitarfélaginu. Um helmingur fatlaðra er hvorki í vinnu né námi og almenningur er ósáttari við tilhugsunina um að fólk með geðsjúkdóm eða þroskahömlun sitji á Alþingi eða sinni umönnun barna en annað fatlað fólk.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í rannsókn Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands og Rannsóknarseturs í fötlunarfræðum á búsetu fatlaðs fólks og þjónustu sveitarfélaganna. Markmið rannsóknarinnar var að kanna aðstæður og reynslu íbúa sveitarfélaganna sem eru öryrkjar eða fatlaðir og var hún unnin að beiðni Öryrkjabandalags Íslands. Rannsóknin var kynnt á málþinginu „Sveitarfélög og fatlaðir íbúar“ sem haldið er á Grand Hótel í Reykjavík í dag.

Flestir ánægðir með búsetu sína
ÖBÍ 2

Í rannsókninni voru öryrkjar og fatlaðir beðnir að lýsa fjárhagslegri afkomu heimilis síns.
Tæplega helmingur sagðist ekki vera í vinnu, námi eða dagþjónustu þegar spurt var hvað þeir …

Tæplega helmingur sagðist ekki vera í vinnu, námi eða dagþjónustu þegar spurt var hvað þeir gerðu á daginn. Um 20% sögðust vera í launaðri vinnu án stuðnings, um 12% í endurhæfingu og um 9% sögðust vera í skóla. ÖBÍ
Ríflega helmingur svarenda taldi það vera mjög eða frekar erfitt að láta enda ná saman og aðeins um 17% svarenda töldu heimilið komast vel af.

Meirihluti svarenda, 69%, var mjög eða frekar ánægður með búsetufyrirkomulag sitt. Þátttakendur á aldrinum 19 til 29 ára og þeir sem voru 50 ára eða eldri voru líklegri til að vera ánægðir með það hvernig þeir bjuggu en þeir sem voru á aldrinum 30 til 49 ára. Þá kom í ljós að því betri sem fjárhagsstaða heimilisins var, þeim mun líklegra var að svarendur væru ánægðir með búsetufyrirkomulag sitt.

Þátttakendur voru spurðir hvers vegna þeir bjuggu í sveitarfélaginu. Tæpur helmingur svarenda, um 48% sagði nálægð við fjölskyldu hafa ráðið búsetuvali, örlítið minni hópur kvaðst hafa alist upp í sveitarfélaginu og þriðjungur valdi að búa nálægt vinum sínum. Um 22% sögðust búa í sveitafélaginu vegna þeirrar þjónustu sem sveitarfélagið veitir.

Flestir jákvæðir gagnvart yfirfærslu málefna fatlaðra til sveitarfélaganna

Tæplega helmingur sagðist ekki vera í vinnu, námi eða dagþjónustu þegar spurt var hvað þeir gerðu á daginn.

ÖBÍ
Á myndinni sést meðalskor svarenda á kvarða yfir viðhorf til atvinnuþátttöku fatlaðra, þar sem 1= mjög ósátt(ur) við atvinnuþátttöku og 5= mjög sátt(ur) við atvinnuþátttöku. ÖBÍ

Um 20% sögðust vera í launaðri vinnu án stuðnings, um 12% í endurhæfingu og um 9% sögðust vera í skóla.

Einnig var gerð könnun meðal sveitarstjórnarfólks og þeirra sem vinna að velferðar- og félagsmálum innan sveitarfélaganna. Meðal annars kom í ljós jákvæðni í garð yfirfærslu málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.

Ósáttari við atvinnuþátttöku geðfatlaðra og þroskahamlaðra

Þá var gerð könnun meðal almennings, þar sem m.a. var spurt um viðhorf til atvinnuþátttöku fólks með ólíkar skerðingar. Svarendur voru ósáttari við tilhugsunina um að fólk með geðsjúkdóm eða þroskahömlun sæti á Alþingi fyrir þeirra kjördæmi, sinnti umönnun barna, afgreiddi í verslun eða starfaði með þeim að félagsmálum heldur en blint fólk, heyrnarskert fólk og hreyfihamlað fólk.

Konur voru líklegri en karlar til að vera sáttar við atvinnuþátttöku blinds fólks, heyrnarskerts fólks, fólks með þroskahömlun, hreyfihamlaðs fólks og fólks með geðsjúkdóm. Í þeim tilfellum þar sem fram kom aldursmunur á viðhorfum til atvinnuþátttöku fólks með þessar fimm skerðingar, var hann þannig að svarendur á aldrinum á aldrinum 18 til 29 og þeir sem voru 60 ára og eldri voru neikvæðastir í garð atvinnuþátttökunnar.

Þá voru háskólamenntaðir svarendur almennt sáttari við atvinnuþátttöku fatlaðs fólks en svarendur með grunn- eða framhaldsskólamenntun.